MÍ 12-14 ára – leiðrétting vegna fréttar í gær

Þá voru fjórir einstaklingar sem unnu þrjár einstaklingsgreinar á mótinu, en í fréttinni í gær var sagt að þau hefðu unnið tvær greinar hvert, en Hekla Rún Ámundadóttir ÍR vann þrár greinar í flokki 13 ára telpna (hástökk, langstökk og kúluvarp), Dóróthea Jóhannesdóttir ÍR vann þrjár greinar í flokki 14 ára telpna (60m, hástökk og langstökk). Þá vann Snjólfur Björnsson HSH einnig þrjár greinar í flokki 14 ára pilta (60m, hástökk og langstökk).
Gunnar Ingi Harðarson ÍR vann einnig þrjár greinar eins og fram kom í fréttinni í gær (60m, langstökk og 800m).
 
Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Heildarúrslit mótsins eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.

FRÍ Author