MÍ 12-14 ára – ÍR eru Íslandsmeistarar félagsliða innanhúss 2008

ÍR ingar urðu Íslandmeistarar í fjórum aldursflokkum af sex á mótinu, eða í flokkum 14 ára pilta og telpna, 13 ára telpna og 12 ára stráka. Lið Breiðabliks sigraði í flokki 13 ára pilta og lið Umf.Selfoss í flokki 12 ára stelpna.
 
Þrjú Íslandsmet féllu á mótinu í dag, Elma Lára Auðunsdóttir Breiðabliki bætti stelpnametið í 800m hlaupi um 7/100 úr sek., hljóp á 2:27,68 mín. Þá bættu telpnasveitir ÍR Íslansmetið í 4x200m boðhlaupi, fyrst bætti 13 ára telpnasveit ÍR metið í 1:54,80 mín og stuttu seinna bætti 14 ára telpnasveit ÍR metið aftur, þegar þær hlupu á 1:53,07 mín. Gamla metið átti sveit FH, en það var 1:56,75 mín frá árinu 2006. Telpnasveit ÍR skipuðu þær Vera Sigurðardóttir, Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir, Björg Gunnarsdóttir og Dóróthea Jóhannesdóttir.
 
Gunnar Ingi Harðarson ÍR varð íslandsmeistari í þremur greinum í flokki 12 ára stráka, en hann sigraði í 60m, 800m og langstökki.
 
Ásgerður Jana Ágústsdóttir UFA vann tvær greinar í flokki 12 ára stelpna, hástökk og langstökk.
 
Elma Lára Auðunsdóttir Breiðabliki sigraði í tveimur greinum í flokki 12 ára stelpna, 60m og 800m.
 
Sindi Hrafn Guðmundsson Breiðabliki sigraði í tveimur greinum í flokki 13 ára pilta, langstökki og hástökki.
 
Hekla Rún Ámundadóttir ÍR sigraði í þremur greinum í flokki 13 ára telpna, hástökki, langstökki og kúluvarpi.
 
Snjólfur Björnsson HSH sigraði í þremur greinum í flokki 14 ára pilta, 60m, langstökki og hástökki.
 
Dóróthea Jóhannesdóttir ÍR sigraði í þremur greinum í flokki 14 ára telpna, 60m, langstökki og hástökki.
 
Gunnar Ingi, Hekla Rún og Dóróthea voru öll í sigursveitum sinna liða í 4x200m boðhlaupi og
bættu með því einum íslandsmmeistaratitli til viðbótar í safnið.
 
280 keppendur tóku þátt í mótinu um helgina frá 20 félögum og samböndum. Heildarúrslit eru að finna í
mótaforritinu hér á síðunni, bæði í einstökum keppnisgeinum og í stigakeppni milli félaga.
 

FRÍ Author