MÍ öldunga og MÍ í 5.000 og 10.000 m um helgina

MÍ öldunga og MÍ í 5.000 og 10.000 m hlaupum fer fram helgina 22.-23. júlí nk.

MÍ öldunga

Skráning keppenda á MÍ öldunga fer fram í Þór, mótaforriti FRÍ og er einnig hægt að skrá á staðnum.

Keppnin fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 22. júlí, frá kl. 10.00 til um kl. 13:00 og sunnudaginn 23. júlí frá kl. 10.00 til um kl. 12:30.

Tímaseðil mótsins má sjá hér.

MÍ í 5.000 og 10.000 m

Skráning keppenda fer fram í Þór, mótaforriti FRÍ. Skráningum skal skilað eigi síðar en á miðnætti þriðjudaginn 18. júlí. Hægt er að skrá þar til sólarhring fyrir mótið gegn þreföldu skráningargjaldi skv. reglum FRÍ og sendist þá beiðni þar um á fridrik_o@hotmail.com.

Keppnin fer fram á Laugardalsvelli sunnudaginn 23. júlí frá kl. 12:50 til um kl. 14:00.

Tímaseðil mótsins má sjá hér.