MÍ öldunga inni 2019

MÍ eldri iðkenda í frjálsíþróttum innanhúss fór fram síðastliðna helgi, 16.-17. febrúar, 2019. Fjölnisfólk sá um framkvæmd mótsins af mikilli röggsemi. Akureyringar fjölmenntu á mótið og unnu öruggan sigur í stigakeppni félaganna. Á fyrri degi mótsins litu sjö aldursflokkamet dagsins ljós og á þeim síðari jafnaði Kristján Gissurarson eigið met í stangarstökki í 65 ára flokknum er hann fór yfir 3,20 m. Metin sem voru slegin voru eftirfarandi:

  • 90-94 ára: Sigurður Haraldssonn, Leikni F., í kúluvarpi með 7,39 m.
  • 65-69 ára: Sigurður Konráðsson, SPS, í 800 m hl. með 3:16,89 mín.
  • 60-64 ára: Árný Heiðarsdóttir, Óðni, í kúluvarpi með 8,34 m, 60 m hlaupi með 9,68 sek. og langstökki með 3,80 m.
  • 50-54 ára: Anna Sofia Rapich, UFA, í 200 m hl. með 31,75 sek.
  • 40-44 ára: Malgorzata Sambor Zyrek, Ármanni, í 200 m hl. með 28,35 sek.

Besta afrek kvenna á mótinu vann Anna Sofia Rapich með tímann 8,88 sek. í 60 m hlaupi en í karlaflokki vann Sigurður Haraldsson besta afrekið með sigurkasti sínu í kúluvarpinu.
Hér má sjá myndir sem teknar voru á mótinu.

FRÍ Author