Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram um helgina á Laugardalsvelli. Mótið stendur yfir frá 10-16:30 á laugardeginum og frá 10-15:40 á sunnudeginum. 204 keppendur frá 17 félögum víðs vegar um landið eru skráðir til keppni. Búast má við sterkri og spennandi keppni þar sem á meðal keppenda eru þónokkrir Íslandsmeistarar úr fullorðinsflokki og keppendur af EM, HM og NM í flokki unglinga fyrr í sumar.
Þar má helst nefna
- Kristján Viggó Sigfinnson, Ármanni, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í hástökki þegar hann stökk yfir 2 metra.
- Tiönu Ósk Whitworth, ÍR, sem er Íslandsmeistari í 100 metra hlaupi kvenna og Íslandsmethafi í 60 metra hlaupi kvenna.
- Fjölhæfu fjölþrautarkonuna Irmu Gunnarsdóttir, Breiðabliki, sem keppir í níu greinum núna um helgina.
- Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttir, ÍR, sem varð fyrr í sumar Evrópumeistari í 100 metra hlaupi í flokki stúlkna 16-17 ára.
- Valdimar Hjalta Erlendsson, FH, sem komst í úrslit í kringlukasti á EM U18 á sínu fyrsta stórmóti fyrr í sumar.
Og svo mætti lengi telja.
Hér má finna tímaseðil mótsins og úrslit þegar þau verða ráðin