MÍ 11-14 ára um helgina

Meistaramót Íslands 11-14 ára fer fram á Sauðárkróksvelli um helgina, 4. -5. júlí. Um það bil 230 krakkar eru skráð til keppni frá sautján félögum víðsvegar um landið. Í fyrra sigraði HSK/Selfoss í stigakeppninni og senda þeir fjölmennt lið á mótið aftur í ár.

Við hvetjum alla þá sem eiga leið um Skagafjörðinn um helgina að kíkja á Sauðárkróksvöll og sjá íþróttastjörnur framtíðarinnar hefja feril sinn á MÍ 11-14 ára. Tímaseðil og úrslit má sjá hér.