MÍ 11-14 ára um helgina

Meistaramót Íslands 11-14 ára fer fram á Laugardalsvelli um helgina 22. og 23. júní. Um það bil 230 krakkar víðsvegar um landið eru skráðir til keppni. Tímaseðil og keppendalista má sjá hér

Íslenska boðhlaupssveitin hleypur á sunnudeginum klukkan 13:10 í aukagrein mótsins sem er 4×100 metra boðhlaup. Við hvetjum alla til þessa að mæta í Laugardalinn til þess að fylgjast með boðhlaupssveitinni og íþróttastjörnum framtíðarinnar á MÍ 11-14 ára.