Metþátttaka í Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum

Fréttatilkynning frá frjálsíþróttadeild ÍR:
"Stórmót ÍR í frjálsíþróttum verður haldið í 13. skipti í Laugardalshöllinni um helgina, 17.-18. janúar sem liður í Reykjavík International Games. Mótið var fyrst haldið í tilefni af 90 ára afmæli ÍR árið 1997 og hefur vaxið og dafnað síðan. Árið 2005 voru keppendur 329 en um helgina er metþátttaka eða 638 keppendur frá 22
félögum og samböndum víðsvegar að af landinu. Flestir keppendur koma frá ÍR eða 213.
Keppnisflokkarnir eru frá 8 ára og yngri upp í karla og kvennaflokk. Allir keppendur 10 ára og yngri fá þátttökuverðlaunapening en í flokkum 11 ára og eldri er keppt til verðlauna.
Til að framkvæma mót af þessari stærðargráðu þarf rúmlega 80 starfsmenn og dómara sem vinna á vöktum fjóra tíma í senn og auðvitað allir í sjálfboðavinnu. Keppt er í allt að átta keppnisgreinum samtímis í Höllinni frá 9:00-17:00 á laugaradeginum og frá 9:00-13:00 á sunnudeginum með upp í 60 keppendur í hverri grein.
Stómót ÍR er eins og í fyrra liður í Reykjavíkurleikunum (Reykjavik International Games) sem fram fara í Laugardalnum í annað skiptið um helgina. Alls er keppt í 10 íþróttagreinum víðsvegar um Laugardalinn og keppendur samtals um 2500 þar af 300 erlendir.
 
Alþjóðlegt boðsmót í frjálsíþróttum fer fram kl. 16:00-18:00 á sunnudag sem liður í Reykjavík International Games. Þar keppir besta frjálsíþróttafólk landsins ásamt 20 erlendum þátttakendum.
Setningarathöfn Reykjavíkurleikanna verður í Laugardalslauginni kl. 19:00 á föstudagskvöld og lokahófið í Laugardalshöllinni kl. 20:00 á sunnudag. Allir þátttakendur, þjálfarar, liðsstjórar og aðstandendur þeirra sem taka þátt í frjálsíþróttamótunum tveimur um helgina eru hvattir til þátttöku í setningarathöfninni á föstudag og lokahátíð Reykjavik Internatiaonal Games á sunnudagskvöld."

FRÍ Author