Metþátttaka á MÍ 11-14 ára um helgina, 376 keppendur

Metþátttaka er á MÍ 11-14 ára sem fram fer í Laugardalshöll um helgina, en alls eru 376 keppendur frá 19 félögum og samböndum skráðir í mótið. Á síðasta ári tóku 283 keppendur þátt í mótinu, sem var mikil fjölgun frá árinu þar á undan. Hver keppandi keppir að í jafnaði í 4 greinum (1518 skráningar).
Núna er í fyrsta skipti keppt í árgangi 11 ára stráka og stelpna á MÍ innanhúss, en samþykkt var á þingi FRÍ á síðasta ári að bæta þessum árgangi við. Fjölgun keppenda frá MÍ 12-14 ára innanhúss á síðasta ári er um 25%.
 
Flestar skráningar eru frá ÍR eða 60, 43 koma frá FH, 34 frá UMSE, 32 frá HSK, 31 frá HSH, 29 frá Fjölni, 26 frá Aftureldingu og 24 frá UFA. Mikil fjölgun keppenda er frá gömlum stórveldum á landsbyggðinni að norðan (UMSE), vestan (HSH) og sunnan (HSK). Það er ljóst að félög og héraðssambönd á landsbyggðinni eru að snúa vörn í sókn um þessar mundir í yngri aldursflokkum m.v. fjölda skráninga frá þeim á þetta mót.
 
Mótið hefst kl. 10:00 á morgun og er áætlað að keppni standi til kl. 16. Á sunnudaginn hefst keppni aftur kl. 10:00 og er síðasta keppnisgrein á dagskrá kl. 15:10.
 
Nánari upplýsingar um MÍ 11-14 ára eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni, s.s. tímaseðill, keppendalistar og keppendur í einstökum keppnisgreinum. Þar verða úrslit einnig færð inn jafnóðum og greinum líkur um helgina.
Keppin er bæði einstaklings- og stigakeppni milli félaga. Stigakeppnin fer þannig fram að 1. sæti gefur 10 stig, 2. sæti 9 stig o.s.frv. niður í 1. stig fyrir 10. sæti. Keppt er um Íslandsmeistaratitil félagsliða í öllum aldursflokkum beggja kynja og í heildastigakeppni 11-14 ára.

FRÍ Author