Met og bætingar á Áramóti Fjölnis í gær

Besta afrek mótsins átti Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA, en hann sigraði í 200 m hlaupi á 21,81 sek. sem gefa 1014 stig. Næst besta afrekið vann Krister Blær en hann fékk 1010 stig fyrir sinn árangur í stangarstökkinu, en árangur Kristins Þórs Kristinssonar úr Umf. Samhyggð, 1:52,96 mín. í 800 m hlaupinu gefur 996 stig. 
 
Besta afrek kvenna vann Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH, þegar hún kom í mark á 25,15 sek. sem gefa 1003 stig skv. stigatölfu IAAF. Þessi árangur er bæting á metum í 14 og 15 ára stúlknaflokkum. Sjálf átti hún eldra met í yngri flokknum, en Arna Stefanía Guðmundsdóttir í þeim eldri.
 
Guðni Valur Guðnason úr ÍR bætti eigið met og árangur 18-19 ára flokki þegar hann varpaði kúlunni 18,16 m. Guðni hefur því bætt metið í aldursflokknum um 82 cm í ár, en fyrra met æfingafélaga hans Sindra Lárussonar upphaflega var 17,34 m sett 2012.
 
Styrmir Dan Steinunnarson Umf. Þór Þorlákshöfn bætti eigið met í hástökki í 15 ára flokki pilta þegar hann sveif yfir 1,98 m. Fyrra met hans var 1,93 sett 13. des. sl.
 
Góð þátttaka var á mótinu og árangur góður. Úrslit mótsins má sjá hér.
 
 

FRÍ Author