Met í sleggju hjá Hilmari Erni í kvöld og fleiri bætingar

Vigdís Jónsdóttir FH sigraði í sleggjukastinu með kast uppá 56,48 m, önnur var Eir Starradóttir UMSE með persónulega bætingu og kastaði hún 49,58 m og er hún með kastinu orðin 6. best í kvennaflokki.

Bob Bertemes Luxemborg  sigraði í kúluvarpi og varpaði hann  kúlunni 19,35 m, sem er þónokkuð lengra en sigurkast hans á Smáþjóðaleikunum.

Kristín Karlsdóttir FH sigraði í kringlukasti og kastaði hún kringlunni í fyrsta skipti yfir 40 m, eða 40,03 m.

Í stangarstökki innanhúss sigraði Hulda Þorsteinsdóttir ÍR og bætti hún sinn besta árangur og stökk hún 4,10 m, sem er þriðji besti árangur íslenskrar konu.

 
Úrslit á mótinu má sjá hér.

FRÍ Author