Sveinborg UMSE og Selmdís HSÞ bættu sig einnig á þessu móti, báðar um 4 cm Sveinborg stökk 2,74m en Selmdís 2,54m.
Á jólamóti U.m.f. Samherja urðu miklar bætingar hjá yngri krökkunum.
Guðmundur Smári Daníelsson Samherjum og Rakel Ósk Jóhannsdóttir Smáranum 12 ára bættu sig mikið í sleggjunni. Guðmundur setti annan besta árangur frá upphafi með kast upp á 31,34 m og Rakel kastaði 18,30m sem er bæting um 4m og 6. besti árangur frá upphafi.
Sent: Ari Jósavinsson.