Met hjá Vigdísi í sleggjunni

Í sleggjukasti pilta 18-19 ára (6kg) sigraði Hilmar Örn Jónsson FH með kast upp á 75,28m og í sleggjukasti karla (7,25 kg) sigraði Vilhjálmur Árni Garðarsson FH með 53,04 m (persónulegt bæting).
 
Í kringlukasti karla sigraði Guðni Valur Guðnason ÍR með 55,61m og hefur Guðni Valur því bætt persónulegan árangur sinn um 2,36m á nokkrum dögum, annar var Hilmar Örn Jónsson FH með 47,40m (persónulegt met) og þriðji Ásgeir Bjarnason FH með 45,30m.
 
Í kringlukasti kvenna sigraði Kristín karlsdóttir FH með enn eina persónulegu bætinguna þegar hún kastaði 39,71m. Kúluvarpskeppnin fór fram í frjálsíþróttahöllinni.
 
Í kúluvarpi karla sigraði Stefán Velemir FH með kast upp á 17,10 m, annar var Sindri Lárusson ÍR með 16,52m (persónuleg bæting), þriðji Ásgeir Bjarnason FH með 15,62m og fjórði Orri Davíðsson Ármanni með 14,60m (persónuleg bæting).
 
Í kúluvarpi kvenna sigraði Eyrún Halla Einarsdóttir Selfossi með 11.10 m (persónuleg bæting), önnur var Kristín Karlsdóttir FH með 10,89 m og þriðja Guðný Sigurðardóttir FH með 10,46m.
 
Árangurinn í Kaplakrika sýnir enn og aftur að kastararnir eru í mjög góðu formi í upphafi keppnistímabilsins og því má búast við enn frekari bætingum á kastmótum sumarsins, segir ennfremur í tilkynningunni.
 
Nánari úrslit má finna hér.

FRÍ Author