Met hjá Inga Rúnari á MÍ 15-22 ára

ÍR sigraði stigakeppni á Meistaramóti 15-22 með yfirburðum, en liðið hlaut 759 stig, en næsta lið á eftir voru heimamenn í Ungmennafélagi Akureyrar með 347,5 stig. ÍR sigraði stigakeppnina í sex af átta keppnisflokkum, en UFA í tveimur.
 
Alls voru 177 keppendur skráðir til leiks fá 19 samböndum og félögum og kepptu þeir samtals í 144 greinum á mótinu, en fjöldi skráninga (afreka) var 818. ÍR var samtals með 52 keppendur skráða til leiks, en UFA næstflesta eða 21.
 
Úrslit mótsins er að finna áMótaforritinu á heimasíðu FRÍ.

FRÍ Author