Bretinn Daniel Gardiner náði besta afreki í karlaflokki í langstökki 1061 stig, en hann sigraði tvöfalt í langstökki 7,69 m og í 60 m hlaupi á 6,83, en hvoru tveggja er persónuleg met hjá honum. Alls voru sett 68 persónuleg met og ársbesta á mótinu og má sjá lista með bætingunum hér.
Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR sigraði í 60 m hlaupi kvenna, en hún kom í mark á 7,64 sek. Hin unga Tiana Ósk Whitsworth einnig úr ÍR kom í mark á nýju persónulegu meti 7,92 sek. Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH setti nýtt aldursflokkamet í 600 m hlaupi 15 ára stúlkna, en hún kom í marg á 1:32,25 mín.
Bestu afrek mótsins eru þessi:
IAAF Stig Nafn Fæð.ár Félag Árangur Grein
1103 Aníta Hinriksdóttir 1996 ÍR 2:02,88 800M
1089 Hafdís Sigurðardóttir 1987 UFA 6,47 LANGST
1061 Victoria Sauleda 1992 ESP 2:05,29 800M
1061 Daniel Gardiner 1990 GBR 7,69 LANGST
1040 Einar Daði Lárusson 1990 ÍR 8,10 60M GR
1026 Nathalie Buschung 1996 GER 6,18 LANGST
1015 Óðinn Björn Þorsteinsson 1981 ÍR 18,22 KÚLA
1003 Þórdís Eva Steinsdóttir 2000 FH 1:32,25 600M
Úrslit mótsins má sjá hér.