Meistaramót Íslands um helgina – Leikskráin komin á netið

Leikskráin fyrir meistaramót Íslands um helgina er tilbúin og komin á netið undir www.mot.fri.is
Mótið byrjar kl. 13:00 á laugardaginn og er síðasta grein kl. 15:20.
Á sunnudaginn hefst keppni kl. 11:00 með undanrásum í 200m hlaupi karla, en aðrar greinar hefjast kl. 13:00.
 
Búas má við mjög góðri og spennandi keppni í flestum greinum og einnig um íslandsmeistaratitil félagsliða, en ÍR ingar eru núverandi handhafar þess titils, en þeir sigruðu í heildarstigakeppninni á síðasta ári og í stigakeppni kvenna, en FH vann stigakeppni karla. Þessi félög senda langflesta keppendur til leiks um helgina, ÍR er með 52 keppendur og FH er með alls 30 keppendur. Gaman er að sjá að Þórey Edda Elísdóttir er skráð í stangarstökki kvenna á mótinu, þrátt fyrir að hún sé hætt að keppa á alþjólegum vettvangi. Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni keppir ekki á mótinu, en hún tognaði á sin/liðbandi undir il á æfingu sl. þriðjudag, en á þessu stigi er ekki vitað hversu alvarleg meiðsl Helgu eru.

FRÍ Author