Meistaramót Íslands um helgina – Leikskrá komin á netið

Mótið hefst á laugardaginn kl. 11:00 með forkeppni í langstökki
kvenna en aðalhluti mótins hefst svo kl. 13:00 og stendur keppni
til kl. 15:30 á laugardeginum.
 
Á sunnudaginn hefst keppni afur kl. 10:30 með forkeppni í 200m
hlaupi karla. Þá verður einnig keppt í forkeppni í langstökki karla
kl. 11:15 og í 200m hlaupi kvenna kl. 11:15. Aðalhluti mótins hefst svo kl. 13:00 og eru áætluð mótslok um kl. 16:00.
 
Meistaramótið er bæði einstaklingskeppni og stigakeppni milli félaga,
en keppt er um Íslandsmeistaratiltil félagsliða á mótinu, bæði í
karla- og kvennaflokki og í samanlagði stigakeppni, þannig að sex fyrstu í hverri grein fá stig skv. árangri (Stigatafla IAAF). Breiðablik sigraði í samanlagði stigakeppni mótsins á sl. ári og í karlaflokki, en lið ÍR sigraði í stigakeppni kvenna.
 
Keppnisgreinar eru (karlar og konur):
60m, 200m, 400m, 800m, 1500m, 4x400m boðhl., 60m gr., langstökk, þrístökk, hástökk, stangarstökk og kúluvarp.
 
Flest allt besta frjálsíþróttafólk tekur þátt í mótinu um helgina,
að undanskildum Sveini Elíasi Elíassyni Fjölni, sem er meiddur og
Þóreyju Eddu Elísdóttur FH, sem hefur ákveðið að keppa ekki á
innanhússmótunum að þessu sinni.
 
Hægt að skoða keppendaskrá og leikskrá í mótaforritinu hér á síðunni. Þar verða úrslit einnig færð inn að loknum keppnisgreinum um helgina. Það er frjálsíþróttadeild Breiðabliks sem sér um framkvæmd mótins um helgina.

FRÍ Author