Meistaramót Íslands um helgina

Margir efnilegir keppendur eru skráðir til leiks og má þar helst nefna Stefaníu Valdimarsdóttur úr Breiðabliki, en hún gerði sér lítið fyrir og vann sex gullverðlaun á MÍ 15-22 ára um síðustu helgi. Hún á vafalaust eftir að láta til sín taka á brautinn, þar sem hún keppir meðal annars við Hafdísi Sigurðardóttur HSÞ og Stefaníu Hákonardóttur úr Fjölni í 400m hlaupi. Örn Davíðsson úr FH mun keppa í kúluvarpi karla, þar sem hann mun veita félögum sínum Óðni og Bergi harða keppni.
  
Frjálsíþróttadeild Ármanns sér um framkvæmd mótsins í ár, í samstarfi við FRÍ.
 
·         Keppni hefst kl. 12:30 á laugardag
·         Keppni lýkur um kl. 16:00 á laugardag
·         Keppni hefst að nýju kl. 11:00 á sunnudag
·         Keppni lýkur um kl. 16:00 á sunnudag.
·         Langstökk án atrennu verður sérstök aukagrein á mótinu
 
Tímaseðil má nálgast hér

FRÍ Author