Meistaramót Íslands um helgina

Jóhann Björnn Sigurbjörnsson sem kom á óvart á nýafstöðnum RIG leikum mun eflaust gera tilkall til meistaratitils í 60 m hlaupi, en fær örugglega keppni frá meistara síðasta árs, Haraldi Einarssyni.
 
Alls eru um 150 keppendur frá 13 samböndum og félögum skráð til leiks. ÍR er með flesta keppendur skráða 55 eða um þriðjung keppenda mótsins.
 
Mikil keppni verður í einstökum greinum, en alls verða 4 undanúrslitariðla í 60 m hlaupi karla og 7 í 200 m hlaupi kvenna svo dæmi séu nefnd.
 
Keppni hefst kl. 12 á morgun, laugardag og kl. 11 á sunnudag. Hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins á heimasíðu FRÍ hér.

FRÍ Author