Meistaramót Íslands 15-22 ára haldið um helgina

Meistaramót Íslands 15-22 ára verður haldið í Kaplakrika Hafnarfirði 27. og 28. ágúst. Að þessu sinni koma keppendur frá 19 félögum víðs vegar um landið, alls verða keppendur um 221. Keppni hefst báða dagana kl.10:00. Ekki er ólíklegt að einhver met eigi eftir að falla um helgina miðað við hversu líflegt sumarið í frjálsum er búið að vera. Auk þess er spáð hæglætis veðri sem ekki skemmir fyrir. Góða skemmtun allir.
 

FRÍ Author