Meistaramót 15-22 ára seinni dagurinn

Kolbeinn Höður Gunnarsson frá UFA varð Íslandsmeistari í aldursflokknum 16-17 ára í 200m hlaupi og 60m grindarhlaupi. Hann hljóp 200m á tímanum 22,56sek. Hann á best 22,09sek utanhús. Hann hlóp 60m grindina á tímanum 8,37sek sem er bæting hjá honum.
Hulda Þorsteinsdóttir úr ÍR varð Íslandsmeistari í flokknum 20-22 ára í stangarstökki. Hún bætti sinn eigin árangur um 5cm innanhús, hún stökk 4,00m.
María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni heldur áfram sigurgöngunni og varð í dag Íslandsmeistari í 60m grindahlaupi og í 200m í aldursflokknum 18-19 ára. Hún bætti sinn persónulegan árangur í 200m þegar hún hljóp á tímanum 25,65sek. Hún átti áður tímann 26,21. Góð bæting.
Sigþór Helgason úr HSK/Selfoss varð aftur Íslandsmeistari í aldursflokknum 15 ára og nú í dag í þrístökki. Hann stökk 11,69m.
Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðablik er nú orðinn tvöfaldur Íslandsmeistari. Hann varð Íslandsmeistari í 60m hlaupi í gær á tímanum 7,15sek og í dag varð hann Íslandsmeistari í 60m grindarhlaupi líka, á tímanum 8,79sek.
Esther Rós Arnarsdóttir úr Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari í aldursflokknum 15 ára í 200m hlaupi á tímanum 26,80sek.
Haraldur Tómasson úr FH varð í dag Íslandsmeistari í aldursflokknum 20-22 ára í 1500m á tímanum 4;20,50mín. Hann varð einnig Íslandsmeistari í gær í 3000m hlaupi á tímanum 09;32,71mín.
Aníta Hinriksdóttir varð einnig Íslandsmeistari í dag í aldursflokknum 15 ára og núna í 1500m hlaupi á tímanum 4:28,98mín.
Sæmundur Ólafsson úr ÍR varð í dag Íslandsmeistari í aldursflokknum 16-17 ára í 1500m hlaupi á tímanum 4;20,50. Hann varð einnig Íslandsmeistari í 800m í gær á tímanum 2:05,81mín.
Viktor Orri Pétursson úr Ármanni varð í dag Íslandsmeistari í aldursflokknum 15 ára í 1500m hlaupi á tímanum 4;42,55mín. Hann varð einnig Íslandsmeistari í 800m hlaupi á tímanum 2:15,42mín.
Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR varð tvöfaldur Íslandsmeistari í aldursflokknum 15 ára í kúluvarpi með kasti uppá 10,74m og í þrístökki með stökk uppá 11,09m.

FRÍ Author