Meistaramót Íslands í hálfu og heilu maraþoni

Meistaramót Íslands í hálfu og heilu maraþoni verður Haustmaraþon Félags Maraþonhlaupara sem fer fram 23. október. Leiðin liggur í fallegu umhverfi eftir helstu stígum borgarinnar eins fjarri allri bílaumferð og frekast er unnt. Sjá kort af hlaupaleið hér.

  • Maraþonið hefst klukkan 8:00
  • Hálfmaraþonið hefst klukkan 11:00

Skráning fer fram á netskraning.is.

Forskráningu lýkur kl. 18 föstudaginn 22. október 2021.