Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram um helgina

Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram helgina 26.-27. ágúst á Laugardalsvelli.

Rúmlega 230 keppendur eru skráðir til leiks á mótið í ár frá 17 félögum víðsvegar af landinu.

Margir sterkir keppendur munu keppa á mótinu og má við hörkukeppni í hinum ýmsu greinum.

Mótið stendur yfir frá kl. 10 – 17 á laugardeginum og kl. 10 – 16 á sunnudeginum.

Hér má sjá tímaseðil mótsins.