Martha og Valur íslandsmeistarar í hálfmaraþoni

Meistaramót Íslands í hálfmaraþoni fór fram í Brúarhlaupi Selfoss í gær og urðu þau Martha Ernstsdóttir og Valur Þórsson íslandsmeistarar í kvenna og karlaflokki. Valur hljóp á 1:12,23 klst og Martha hljóp á 1:21,29 klst.
 
Valur kom í mark rúmlega 6 mín á undan Birki Martinssyni sem varð í öðru sæti á 1:18,38 klst. Þriðji varð svo Bergþór Ólafsson á 1:20,17 klst.
 
Martha varð tæplega 9 mín á undan Sigurbjörgu Eðvaldsdóttur í mark, en Sigurbjörg hljóp á 1:30,10 klst. Heimakonan Borghildur Valgeirsdóttir varð í þriðja sæti á 1:34,13 klst.
71 hlaupari lauk keppni í hálfmaraþoninu í gær, en keppt var í nokkrum öðrum vegalengdum í Brúarhlaupinu.
Heildarúrslit eru að finna á hlaup.is

FRÍ Author