Árangur Maríu Rúnar í einstökum greinum í dag var þessi:
100 m grind: 14,90s
Hástökk: 1,66m
Kúluvarp: 10,57m
200m: 26.25s
Brasilíska stúlkan Tamara de Sousa leiðir í sjöþrautarkeppnina að loknum fyrri degi. Tamara er með 3638 stig. Önnur er sú kúbverska Rodriguez Yorgelis með 3553 stig og belgíska stúlkan Nafissatou Thiam með 3529 stig.
Keppni hefst á ný í fyrramálið kl 08:30. Byrja sjöþrautastúlkurnar á því að fara í langstökk, síðan í spjótkast og enda svo í 800m hlaupi.