Lýsing á hlaupaleið í Reykjavík
Hlaupið hefst kl 18:00
Hlaupnir eru sjö hringir (3,07 km hver) og að auki bætt við rúmum 48 metrum í upphafi til að ná fullri lengd á hálft maraþon (21,0975 km.)
Markið er við innganginn í Húsdýragarðinn. Hlaupið er réttsælis. Eftir beina kaflann í upphafi er beygt til hægri upp stíg í gegnum garðinn átt að Laugarásvegi, síðan beygt til vinstri inn á malarstíg sem liggur að bílastæðinu við Farfuglaheimilið, hlaupið er út að gangstétt við Sundlaugarveg og beygt til hægri upp hana, síðan aftur til hægri inn á gangstéttina við Laugarásveg og henni fylgt að Sunnuvegi, þar er hlaupið eftir Sunnuveginum, fyrst niður og síðan til vinstri í átt að Holtavegi, beygt til hægri og hlaupið á gangstétt meðfram Holtavegi og áfram inn á göngustíg austan við Fjölskyldugarðinn, síðan beygt til hægri inn á gangstétt meðfram Engjavegi, aftur beygt til hægri niður gangstíginn milli Fjölskyldugarðs og Húsdýragarðs, framhjá hringtorginu og beygt til vinstri inn á beina kaflann að markinu og skiptisvæðinu við innganginn í Húsdýragarðinn.
Hvergi er farið yfir umferðargötu, að því undanskildu að heimilt er að hlaupa stystu leið á akbrautinni á Sunnuvegi ef umferð leyfir, en annars haldi hlauparar sig á gangstéttum og stígum.
Skiptisvæði er 20 m langt, 10 m beggja vegna marklínunnar.