Maraþonboðhlaup FRÍ 2013

 Markmiðið með Maraþonboðhlaupinu er fyrst og fremst að auka stuðning við íslenskt frjálsíþróttafólk sem möguleika eiga að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro árið 2016.  Einnig er markmiðið að vekja aukna athygli á íþróttinni og benda á að götuhlaupin eru hluti af frjálsum íþróttum.

 

Lýsing á hlaupaleið í Reykjavík

Hlaupið hefst kl 18:00

Hlaupnir eru sjö hringir (3,07 km hver) og að auki bætt við rúmum 48 metrum í upphafi til að ná fullri lengd á hálft maraþon (21,0975 km.)

Markið er við innganginn í Húsdýragarðinn. Hlaupið er réttsælis. Eftir beina kaflann í upphafi er beygt til hægri upp stíg í gegnum garðinn átt að Laugarásvegi, síðan beygt til vinstri inn á malarstíg sem liggur að bílastæðinu við Farfuglaheimilið, hlaupið er út að gangstétt við Sundlaugarveg og beygt til hægri upp hana, síðan aftur til hægri inn á gangstéttina við Laugarásveg og henni fylgt að Sunnuvegi, þar er hlaupið eftir Sunnuveginum, fyrst niður  og síðan til vinstri í átt að Holtavegi, beygt til hægri og hlaupið á gangstétt meðfram Holtavegi og áfram inn á göngustíg austan við Fjölskyldugarðinn, síðan beygt til hægri inn á gangstétt meðfram Engjavegi, aftur beygt til hægri niður gangstíginn milli Fjölskyldugarðs og Húsdýragarðs, framhjá hringtorginu og beygt til vinstri inn á beina kaflann að markinu og skiptisvæðinu við innganginn í Húsdýragarðinn.

Hvergi er farið yfir umferðargötu, að því undanskildu að  heimilt er að hlaupa stystu leið á akbrautinni á Sunnuvegi ef umferð leyfir, en annars haldi hlauparar sig á gangstéttum og stígum.

Skiptisvæði er 20 m langt, 10 m beggja vegna marklínunnar.

Kort af hlaupaleiðinni er hér: http://hlaup.is/dagbok.asp?cat_id=5&module_id=220&element_id=24214 

Lýsing á hlaupaleið á Akureyri

Hlaupið hefst kl 17:30 á bílaplaninu fyrir neðan við leikhúsið á Akureyri.  Hlaupið verður um innbæinn, kringum tjarnirnar og tilbaka.  Hringurinn er 3 km.

Keppnisflokkar

H: Hópur

H1: Fyrirtæki/Íþróttamenn/saumaklúbbar ofl.  Blandaður flokkur með fleiri körlum en konum

H2: Fyrirtæki/Íþróttamenn/saumaklúbbar ofl.  Blandaður flokkur með fleiri konum en körlum

E: Einstaklingar

Einn hlaupari hleypur alla vegalengdina 21.097km

E1: Karlar

E2: Konur

 

 

Frjálsíþróttasambandið útvegar boðhlaupskefli.  Á hvert boðhlaupskefli munu fyrirtæki geta keypt auglýsingu fyrir 3000 kr.  Sett verður einnig upp áheitakerfi í kringum keflin og getur fyrirtækið sem kaupir auglýsingu á kefli/keflin borgað upphæð að eigin ósk ef liðið sem hleypur með kefli þess sigrar.  Þannig getur eitt fyrirtæki kostað og keypt t.d 10 kefli og ef liðið sem hleypur með keflið sigrar borgar auglýsandinn aukalega einhverja x upphæð sem það gefur upp fyrirfram.

 

 

Skráning hefst 4.maí og mun fara fram á heimasíðunni www.hlaup.is

Skrá verður nafn sveitar, nöfn hlaupara, keppnisflokk  og staðsetningu hlaups á landinu.  Fyrirliði hópsins skráir sveitina og greiðir um leið.

Skráningargjald í liðakeppni kostar 10.500 kr á lið.

Skráningargjald í einstaklingshlaup er 3.500 kr.

Keppnisnúmer verða úthlutuð á keppnisstað 21.maí frá kl 16:30 og fram að hlaupi.

Öll skráning er bindandi og fæst skráningargjald ekki endurgreitt. 

 

Nánari upplýsingar um hlaupið veitir Þórey Edda Elísdóttir, thoreyedda@fri.is og í síma 6631863

FRÍ Author