London 2012

Val á afreksfólki í ÓL 2012 hópinn verður með þeim hætti að til þess að tilheyra hópnum þurfa íþróttamennirnir að ná árlega, ákveðnum stigvaxandi lágmörkum sem enda í B lágmarki á árinu 2012.
 
Nú eru fimm ár þar til leikarnir fara fram og er það er von stjórnar FRÍ og ÍÞA að verkefnið virki sem hvati fyrir afreksfólkið okkar, skerpi fókus þess og það leggi sig fram um að ná þessum lágmörkum stig af stigi.
 
Nöfn þeirra sem í hópnum eru munu birtast á heimasíðu FRÍ og verður fjölmiðlum gert viðvart þegar nýr einstaklingur bætist í hópinn.
 
Lágmörk fyrir Ólympíuhóp 2012 má finna hægra megin hér á síðunni undir Ólympíuviðmið 2012
 
Gunnar Sigurðsson

FRÍ Author