Lokamót Skólaþríþrautar FRÍ og Iceland Express á laugardaginn

Keppt er í sömu greinum á lokamótinu og keppt var í í undankeppninni í skólunum eða hástökki, kúluvarpi og 400m hlaupi. Keppendur safna stigum fyrir árangrur í öllum greinum og sá sigrar sem fær flest stig samanlagt úr öllum þremur keppnisgreinum. Allir sem taka þátt í lokamótinu fá bol og þrír efstu í hverjum árgangi fá sérverðlaun, auk þess sem sigurvegarar í öllum flokkum fá í verðlaun ferð á Gautaborgarleikana, stórmót barna- og unglinga í Gautaborg í lok júní í boði FRÍ og Iceland Express.
Hægt er að skoða tímaseðil og keppendalista í mótaforritinu hér á síðunni, þar sem úrslit verða færð inn á laugardaginn.

FRÍ Author