Lokakeppni Skólaþríþrautarinar í Laugardalshöll á föstudaginn

Mjög góð þátttaka var í undankeppninni að þessu sinni, en alls voru 832 nemendur skráðir til leiks úr 46 grunnskólum landsins.
 
Að þessu sinni er um breytt fyrirkomulag að ræða. Til lokakeppninnar er boðið fjórum keppendum í hverjum árgangi, hvoru kyni í fimm landshlutum. Landshlutarnir eru: Reykjavík, Suðvesturland, Suðurland, Norðausturland og Norðvesturland.
 
Nú verður í lokakeppninni keppni á milli landshluta líka og fær sigurliðið óvæntan glaðning. Auk þess fá sigurvegarar í hverri grein sín verðlaun.
 
Aðalverðlaun mótsins eru fyrir sigurvegara í stigakeppninni, en þeir verður boðið á Gautaborgarleikana í frjálsíþróttum með Iceland Express.

FRÍ Author