Umsóknir vegna MÍ götuhlaupa

Langhlaupanefnd FRÍ óskar eftir áhugasömum hlaupahöldurum til að halda Meistaramót Íslands í  5 km, 10 km, 21,1 km og 42,2 km götuhlaupi árið 2022.

Umsókn skal senda á netfangið langhlaupanefnd@fri.is fyrir 15.desember 2021.

Í umsókn skal koma fram: 

  • Fullt nafn hlaupahaldara
  • Ábyrgðarmanns
  • Staðsetning (hlaupaleið)
  • Dagsetning hlaups og áætlað fjölda þátttakendur ásamt öðrum upplýsingum sem hlaupahaldari telur nauðsynlegar.

Áhugasömum hlaupahöldurum er bent á að kynna sér ítarlega reglugerð FRÍ um framkvæmd götuhlaupa sem má finna hér.

Athugið Hlaupahaldari þarf að vera innan aðildarfélags ÍSÍ eða FRÍ.