Unglinganefnd og afreksstjóri hafa valið eftirfarandi íþróttamenn á NM/Baltic U23
- Irma Gunnarsdóttir, Breiðablik, langstökk og kúluvarp
- Thelma Lind Kristjánsdóttir, ÍR, kringlukast og kúluvarp
- Andrea Torfadóttir, FH, 100 metra spretthlaup
- Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, UMSS, hástökk
- Vigdís Jónsdóttir, FH, sleggjukast
- Hilmar Örn Jónsson, FH, sleggjukast
- Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, spjótkast
Einnig voru Aníta Hinriksdóttir, ÍR sem keppir í 800m og 1500m og Trausti Þór Þorsteinsson, Ármann sem keppir í 800m með árangur inn í mótið en gáfu ekki kost á sér.
Þjálfarar á mótinu eru Einar Vilhjálmsson, Sigurður Arnar Björnsson, UMSS og Óðinn Björn Þorsteinsson, ÍR.
Keppendur á mótinu þurfa að vera 20-22 ára, nánar tiltekið fædd á árunum 1996-1998.
Mótið fer fram í Gävle, Svíþjóð 11. – 12. ágúst.
Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.