Landsliðsval fyrir Evrópubikar

Evrópubikar landsliða í frjálsíþróttum verður haldin 10. – 11. ágúst á þjóðarleikvangi Makedóníu sem tekur 34.500 manns í sæti. Mótafyrirkomulagið er með þeim hætti að keppt er í fjórum deildum; ofurdeildinni, 1., 2. og 3. deild.

Ísland er í þriðju deild ásamt tólf öðrum löndum. Keppt er í tuttugu greinum í karlaflokki og tuttugum greinum í kvennaflokki. Hvert land sendir einn keppenda í hverja grein og fást þréttán stig fyrir fyrsta sætið, tólf stig fyrir annað sætið og svo koll af kolli. Aðeins eitt lið kemst upp um deild og munu keppa í 2. deildinni eftir tvö ár. Árið 2017 féll Ísland niður um deild og því er stefnan sett á að komast upp aftur í ár.

Frjálsíþróttasamband Íslands og Íþrótta- og afreksnefnd hafa valið eftirtalda íþróttamenn til keppni á mótinu.

Karlar
Ari Bragi Kárason, FH – 4x100m 
Arnar Pétursson, ÍR – 5000m, 3000m hindrun
Benjamín Jóhann Johnsen, ÍR – Hástökk, stangarstökk
Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR – Spjótkast
Hilmar Örn Jónsson, FH – Sleggjukast
Hinrik Snær Steinsson, FH – 400m, 4x400m
Hlynur Andrésson, ÍR – 1500m, 3000m
Ísak Óli Traustason, UMSS – 110m grind, langstökk, boðhlaup varamaður
Ívar Kristinn Jasonarson, ÍR – 400m grind, 4x400m, 4x100m varamaður
Jóhann Björn Sigurbjörnsson, UMSS – 100m, 4x100m, 4x400m varamaður
Juan Ramon Borges Bosque, Breiðablik – 4x100m
Kolbeinn Höður Gunnarsson, FH – 200m, 4x100m, 4x400m
Kormákur Ari Hafliðason, FH – 4x400m
Kristinn Torfason, FH – Þrístökk
Sæmundur Ólafsson, ÍR – 800m
Stefán Velemir, FH – Kúluvarp
Valdimar Hjalti Erlendsson, FH – Kringlukast

Konur
Agnes Kristjánsdóttir, ÍR – 4x100m, 4x400m varamaður
Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR – 3000m, 5000m
Andrea Torfadóttir, FH – 4x100m
Aníta Hinriksdóttir, ÍR – 800m, 1500m, 4×400 varamaður
Ásdís Hjálmsdóttir, Ármann – Spjótkast
Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðablik – Langstökk, 4x100m varamaður
Dóróthea Jóhannesdóttir, FH – 4x100m
Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR – Kúluvarp
Glódís Edda Þuríðardóttir, KFA – 400m grind, 4×400 
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR – 100m, 200m, 4x100m, 4x400m
Helga Guðný Elíasdóttir, Fjölnir – 3000m hindrun
Hulda Þorsteinsdóttir, ÍR – Stangarstökk
Irma Gunnarsdóttir, Breiðablik – Þrístökk 
Kristín Karlsdóttir, FH – Kringlukast
María Rún Gunnlaugsdóttir, FH – 100m grind, hástökk, 4x400m
Vigdís Jónsdóttir, FH – Sleggjukast
Þórdís Eva Steinsdóttir, FH – 400m, 4x400m, 4x100m varamaður

Fyrirliðar eru Ásdís Hjálmsdóttir og Ari Bragi Kárason

Þjálfarar, fagteymi, fararstjórn og fjölmiðlun
Sigurður Arnar Björnsson
Guðmundur Karlsson
Kristófer Þorgrímsson
Martha Ernstsdóttir
Eggert Bogason
Ragnheiður Ólafsdóttir
Jón Oddsson
Milos Petrovic
Ásmundur Jónsson
Styrmir Örn Vilmundarson

Heimasíðu mótins má finna hér