Unglinganefnd og afreksstjóri hafa valið eftirfarandi íþróttamenn á EM U18 ára

- Birna Kristín Kristjánsdóttir, langstökk
- Elísabet Rut Rúnarsdóttir, sleggjukast
- Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 100m+200m
- Helga Margrét Haraldsdóttir, kúluvarp
- Valdimar Erlendsson, kringlukast
Þjálfarar verða Brynjar Gunnarsson og Bergur Ingi Pétursson. Sjúkraþjálfari er Halldór Fannar Júlíusson.
998 íþróttamenn frá 48 löndum munu taka þátt á Evrópumótinu undir 18 ára í frjálsum íþróttum, 463 strákar og 535 stelpur. Mótið fer fram í borginni Gyor í Ungverjalandi, 5. – 8. júlí.
Á HM U20 ára hefur unglinganefnd og afreksstjóri hafa valið eftirfarandi íþróttamenn
- Andrea Kolbeinsdóttir, 3000m hindrun
- Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarp
- Tiana Ósk Whitworth, 100m
Þjálfarar verða Martha Ernstsdóttir og Kristín Birna Ólafsdóttir
Mótið fer fram í Tampere í Finnlandi, 10. – 15. júlí.
