Landsliðsdagur kominn að kveldi

 Að lokinni æfingu var snæddur matur frá Saffran og eftir hádegið voru þrír fyrirlestrar.  Fyrst komu þær Sigríður og Erna Sif frá svefnrannsóknum, síðan kom Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur og að lokum spjallaði Jón Arnar Magnússon við hópinn. 
 
Frjálsíþróttasambandið þakkar þeim kærlega fyrir sem komu að deginum.
 
Myndin sem fylgir fréttinni er af þeim Alberto Borges, ÍR, Trausta Stefánssyni FH, Haraldi Einarssyni HSK, Dórótheu Jóhannesdóttur, ÍR og Sölva Guðmundssyni úr Breiðablik.
 

FRÍ Author