Lágmörk á Ólympíuleika 2020

Lágmörk hafa verið gefin út á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 þar sem frjálsíþróttamenn öðlast þátttöku á leikunum samkvæmt nýrri blöndu lágmarka og stöðu á heimslista.

Tímabilið sem íþróttamenn hafa til þess að ná lágmörkum hefur lengst um tvo mánuði og er frá 1. maí 2019 til 29. júní 2020. Nema fyrir maraþon og 50 km göngu þar sem tímabilinu lýkur í lok maí til þess að gefa þeim íþróttamönnum sem hafa náð lágmarki lengri tíma til undirbúnings.

Stærsta breytingin er sú að nú geta frjálsíþróttamenn öðlast þátttöku á Ólympíuleikunum 2020 með tvennum hætti. Annars vegar með því að ná lágmarki á tilteknu tímabili eða vegna stöðu á heimslista í lok tímabilsins. Staða á heimslista skýrist því ekki fyrr en skömmu fyrir leikana.

Lágmörkin eru tölvert strangari en áður og skýrist að því að stefnt er á að 50% af tilskildum fjölda keppenda muni koma með beinum lágmörkum og 50% vegna stöðu á heimslista.

Lágmörkin má sjá hér að neðan