Lágmörk á EM 2022

Lágmörk hafa verið gefin út fyrir Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í München dagana 15.-21. ágúst 2022.  

 

Tímabilið sem íþróttamenn hafa til þess að ná lágmörkum:

  • Í 10.000m, Maraþoni, 20km og 35km göngu og fjölþrautum hafa frjálsíþróttamenn 18 mánuði til þess að ná lágmarki. Frá 27. janúar 2021 til miðnættis 26. Júlí 2022.
  • Í boðhlaupum hefst lágmarka tímabilið 1. janúar til miðnættis 26. Júlí 2022.
  • Í öðrum greinum hafa íþróttamenn 12 mánuði til þess að ná lágmarki. Frá 27. júlí 2021 til miðnættis 26. júlí 2022.


Lágmörkin eru töluvert strangari en áður og geta frjálsíþróttamenn öðlast þáttökurétt með því að ná lágmarki á tilteknu tímabili eða vegna stöðu á heimslista. Staða á heimslista skýrist ekki fyrr en skömmu fyrir meistaramótið. 

Lágmörkin má sjá hér að neðan

Lágmörk á EM 2022