Kristófer Þorgrímsson verður Verkefnastjóri miðlunarmála hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands.
Kristófer er 26 ára spretthlaupari í FH. Hann stundaði knattspyrnu á yngri árum en fór að æfa spretthlaup af fullri alvöru fyrir um það bil fjórum árum. Ásamt því að æfa spretthlaup stundar kappinn nám í Iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og stýrir vöruþróun og framleiðslu hjá fyrirtækinu Anitar.
Það er gríðarlega jákvætt að fá Kristófer til að stýra miðlunarverkefni FRÍ en það felur í sér að skipuleggja faglega nálgun FRÍ á samfélagsmiðlum. Að auki er um fréttaflutning fyrir á meðan og eftir helstu mót að ræða segir Guðmundur Karlsson framkvæmdastjóri FRÍ.
Kristófer mun virkja íþróttafólkið á samfélagsmiðlum og nýtur einnig aðstoðar skrifstofu FRÍ í þessu spennandi verkefni.
Velkominn til starfa Kristófer!