Kristján Gissurarsson Breiðablik setti Norðurlandamet í stangarstökki

Á Vetrarmóti ÍR sem fram fór s.l. miðvikudag setti Kristján Gissurarsson Breiðablik Norðurlandamet í stangarstökki, í aldursflokknum 55-59 ára, 4,11m.  Fyrra metið átti hann sjálfur frá 2010.  Kristján keppir á EM í öldungaflokki í næsta mánuði en mótið fer fram í Belgíu.
 
 

FRÍ Author