Kristinn Torfason FH stökk 7,77m í langstökki og náði lágmarki á Evrópumeistaramótið sem fer fram í París fyrstu helgina í mars. Kristinn átti 7,57m frá RIG leikunum í janúar s.l. Íslandsmetið 7,82m er í eigu Jóns Arnars Magnússonar. Þorsteinn Ingvarsson HSÞ var einnig meðal keppenda í dag og var einnig nærri því að ná lágmarkinu en því miður tognaði hann í miðri keppni.
Kristín Birna Ólafsdóttir ÍR reyndi ennfremur við lágmark á EM í París í 60m grindarhlaupi en þjófstartaði og fell úr leik. Kristín hefur verið að bæta sig í greininni á undanförnum mótum og er stutt frá lágmarkinu. Síðustu forvöð að ná lágmarkinu er um næstu helgi.
Óðinn Björn Þorsteinsson FH og Kristinn Torfason FH eru báðir komnir með lágmark á EM.