Kristinn Þór Kristinsson með ársbesta í 800m á Stórmóti ÍR og þátttökuboð á Nordic Chalenge í Bærum/Oslo 14. febrúar

Kristinn Þór Kristinsson (HSK) sigraði með nokkrum yfirburðum í 800m á Stórmóti IR  á tímanum 1:52,30 sek og bætti árangur sinn frá því á RIG fyrir tveimur vikun um tæpa sekúndu sem sýnir að allt er á réttri leið undir handleiðslu Erlings Jóhannssona þjálfar Kristins og Íslandsmethafa í 800m hlaupi utanhúss. Kristinn Þór hefur fengið boð um að keppa á Áskorendamóti Norðurlandanna (Nordic Challenge) sem fram fer í Bærum/Osló þann 14. febrúar.  Spennandi verður að fylgjast með Kristni á þessu keppnistímabili og Íslandsmetið innanhúss ekki langt undan. Íslandsmetið í 800m innanhúss á Björn Margeirsson (FH) 1:51,07 sek frá árinu 2006.
 

FRÍ Author