Kristinn og Aníta með bestu afrek dagsins

Bestu afrek á frjálsíþróttamóti RIG sem fram fór í Laugardalshöll í dag áttu þau Kristinn Torfason úr FH og Aníta Hinriksdóttir úr ÍR.  Kristinn kom sá og sigraði á mótinu í þriðja sinn í röð en hann stökk lengst 7,58 m sem gefur 1037 stig samkvæmt stigatöflu IAAF.  Aníta sigraði 800 m hlaup kvenna eins og greint er frá hér að neðan. Aníta setti nýtt Evrópumet 19 ára og yngri þegar hún kom í mark á tímanum 2:01,81 s.  Fyrir árangur sinn hlaut hún 1150 stig samkvæmt stigatöflu IAAF.
 
Taka þau við viðurkenningum sínum kl 22:15 í kvöld á gala kvöldi RIG sem nú er sýnt í sjónvarpinu.

FRÍ Author