Kristín Birna nær lágmarki á EM

Hlaupið fór fram á sterku móti í Hollandi og varð hún 4. í hlaupinu sem vannst á 57.73 sek. Kristín er enn í fjórða sæti á íslenskri afrekaskrá í 400m grindahlaupi en afrekskonurnar Guðrún Arnardóttir, Helga Halldórsdóttir og Silja Úlfarsdóttir hafa hlaupið hraðar.  Guðrún á 54.37 sek árið 2000, Helga 56.54 sek árið 1988 og Silja 56.63 sek árið 2005. Kristín hljóp einnig 100m grindahlaup hljóp þar á 14.21 sek og varð þriðja í sínum riðli.

Jóhanna Ingadóttir ÍR stökk 5.65 m í langstökki í löglegum vindi  og varð hún í 4. sæti, keppnin vannst á 6.03 m en Jóhanna á best 6.17 m utanhúss.

Úrslit á mótinu er hægt að sjá hér (www.goudenspike.nl).

FRÍ Author