Kosningar um frjálsíþróttakarl og konu júnímánaðar

Þau nöfn sem sett eru fram að þessu sinni eru í stafrófsröð:
 
Karlar
·         Björgvin Víkingsson – 400m grindarhlaup.  52.38 sek. Ársbesta og 58/100 frá EM lágmarki.
·         Guðmundur Hólmar Jónsson – spjótkast. Tæplega 4 m bæting í spjóti 74.05 m og sigur í Evrópubikar Möltu.
·         Óðinn Björn Þorsteinsson – kúluvarp. 19.37 m í kúluvarpi í Eskiltuna og jafn árangur og góður í mánuðinum.          
·         Þorsteinn Ingvarsson – langstökk. 7.60 m á Laugum 10 cm bæting og 20 cm bæting frá 2009. 3. besti árangur í greininni frá upphafi.
 
Konur
·         Ásdís Hjálmsdóttir – spjótkast. Jafn og góður árangur í júní, m.a. yfirburðasigur í Evrópubikar á Möltu.
·         Helga Margrét Þorsteinsdóttir – sjöþraut. Góð þraut í Evrópubikarkeppni í fjölþrautum og bæting í spjóti 50.77 m á sama móti.
·         Kristín Birna Ólafsdóttir – 400 m grindarhlaup. 58.32 sek í 400 grind og lágmark á Evrópumeistaramót og sigur í Evrópubikarnum á Möltu.
·         Sveinbjörg Zophoníasdóttir – langstökk.  6.10 m í Evrópubikar í fjölþrautum. 4. best frá upphafi um 40 cm bæting og lágmark á HM unglinga. Stórbæting í sjöþraut um 400 stig frá því í fyrra.
 
FRÍ er ljóst að fleiri nöfn hefðu mátt vera þarna og til greina kemur að skoða framkvæmdina fyrir næsta mánuð, þ.e. júlí. Ábendingar þar að lútandi væru vel þegnar.
 
Kosningin er opin á heimasíðu FRÍ og lýkur á miðnætti 9. júlí nk. eða daginn fyrir Meistaramót Íslands.

FRÍ Author