Kolbeinn Höður í 29. sæti og Jóhann Björn í 42.

 Tveir hlauparar áttu besta tímann í undanrásunum.  Það voru þeir Trentavis Friday frá Bandaríkjunum og Thomas Somers frá Bretlandi en þeir komu báðir í mark á tímanum 20,60 s.  Þriðja besta tímanum náði svo Michael O’hara frá Jamaica.  Hann hljóp á 20,62 s.
 
Samtals komust 24 hlauparar áfram í undanúrslitin og 24. hlauparinn sem komst áfram kom í mark á tímanum 21,37 s.
 
Undanúrslitin í 200 m hlaupinu fara fram kl 01:40 í nótt og úrslitin eru svo aðfaranótt laugardags kl 03:10.
 
Á myndinni sem fylgir fréttinni er Jóhann Björn til vinstri og Kolbeinn Höður til hægri.

FRÍ Author