EM U23 í Tallinn. Kolbeinn Höður bætti sinn besta tíma í 400m – hleypur 200m á morgun – glæsilegt

Kolbeinn Höður gerði sér lítið fyrir og bætti sinn besta tíma þegar hann hljóp á 47,28 sek sem skilaði honum 6. Sæti í riðlinum. Riðillinn vannst á 45.93 sek þannig að hraðinn hefur verið mikill í þessu hlaupi en af 7 keppendum bættu 4 sinn besta árangur og einn hljóp ársbesta. Það er ljóst að Kolbeinn kemst ekki áfram í úrslit en hann getur vel við unað því bæting á stórmóti er ekki sjálfsögð. Kolbeinn er enn í 5. Sæti yfir bestu 400m hlaupara Íslandssögunnar. Góður dagur hjá Kolbeini í dag og á morgun keppir hann í 200m hlaupi þar sem stefnan er sett á aðra persónulega bætingu. Besti tími Kolbeins til þess í 200m er 21,37 sek. 

Ljósmynd / Gunnlaugur Júlíusson

FRÍ Author