Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr ÁRMANNI og Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarpari úr FH fengu viðurkenningar sínar afhentar við hátíðlega athöfn í gær. Samtök íþróttafréttamanna og ÍSÍ tilkynntu 10 efstu í kjöri um titilinn Íþróttamaður ársins en Alexander Peterson handknattleiksmaður úr Fuchse Berlin í Þýskalandi hlaut hann að þessu sinni. Vilhjálmur Einarsson þrístökkvari hlaut titilinn fimm sinnum en í gær var sýndur filmubútur sem fannst fyrir tilviljun af honum þegar hann stökk 16,70m og jafnaði heimsmetið á Laugardalsvelli 1960.
06jan