Keppni í sjöþraut á HM ungmenna lokið

Sveinbjörg Zophaníasdóttir USÚ hefur lauk keppni í sjöþrautinni fyrr í dag og hlaut 4.629 stig og varð í 13. sæti, nokkuð frá hennar besta árangri í Kópvogi sem fram fór 13. og 14. júní sl. Einnig nokkuð frá sínum árangri í Kópavogi var Norðurlandameistarinn í greininni Mirva Vainionpää.
 
Árangur Sveinbjargar var sem hér segir:
 
1. 100 m gr. 15,59 sek. – 765 stig.
2. Hástökk 1,70 m – 855 sig
3. Kúluvarp 11,40 m – 621 stig
4. 200 m 27,24 sek. – 692 stig
5. Langst. 5,61 m – 732 stig
6. Spjótkast 28,13 m, – 441 stig
7. 800 m 2:31,09 – 523 stig
 
Þetta er fyrsta alþjóðlega mótið af þessu tagi sem Sveinbjrög keppir á og þessi reynsla gæti reynst henni mikilvæg síðar meir.

FRÍ Author