Keppni á síðari degi MÍ hafin

Björgvin Víkingsson FH sigraði í 400 m grindarhlaupi í fyrstu grein á síðari degi Meistaramótsins. Sigurtími hans var 53.16 sek. Sölvi Guðmundsson Breiðablik varð 2. á tímanum 56,77 sek. Í 3. sæti varð Bjartmar Örnuson UFA á 60,74 sek.
 
Í 400 m grind kvenna sigraði María Rún Gunnlaugsdóttir Árm. á tímanum 64,68 sek. Önnur varð Fjóla Signý Hannesdóttir Umf. Self. á tímanum 64,99 sek. Í þriðja sæti varð Þóra Kristín Pálsdóttir ÍR á tímanum 66,58 sek.
 
FH-ingar unnu fjórfalt í kúluvarpi karla. Fyrstur varð Óðinn Björn Þorsteinsson með 18,30 m. Í öðru sæti varð Bergur Ingi Pétursson með 16,24 m. Þriðji varð Ásgeir Bjarnason með 15,80 m og fjórði Jón Ásgrímsson 15,61 m. Íslandsmethafinn Pétur Guðmundsson varð í 5. sæti með 14,80 m.

FRÍ Author