Keppendur á HM í hálfu maraþoni

Um er að ræða einstaklingskeppni og þriggja manna sveitakeppni. Þetta verður í fyrsta skiptið sem íslensk karlasveit tekur þátt í þessu móti en árið 1993 var send þriggja kvenna sveit í hlaupið sem fór fram í Osló. Það vill svo skemmtilega til að Martha Ernstsdóttir sem þá var á hápunkti ferils síns og varð í 15. sæti á tímanum 1:12:15 klst verður aftur með núna en hún verður fimmtug næsta haust. Þjálfari verður Gunnar Páll Jóakimsson og fararstjóri Sigurður P. Sigmundsson.
 
Eftirtaldir aðilar hafa styrkt þetta verkefni: Síminn, Valhöll fasteignarsala og PricewaterhouseCoopers ehf.
 
Heimasíða mótsins er hér
 

FRÍ Author