Kári Steinn og Sigrún Fjeldsted með bætingar um helgina

Sigrún Fjeldsted FH keppti í spjótkasti á Drake Relays í Iowa sl. laugardag og kastaði lengst 51,92 metra og bætti sinn besta árangur um 65 sm, en hún átti best 51,27 m frá sl. ári. Sigrún varð í 4. sæti á mótinu í Iowa.
Með þessum árangri hefur Sigrún nær tryggt sér rétt til að keppa á Bandaríska háskólameistaramótinu (NCAA), sem fram fer 12.-16. júní. Sigrún stefnir á þátttöku í a.m.k. þremur mótum til viðbótar fram að háskólameistaramótinu. Ólympíulágmarkið í spjótkasti kvenna er 56,00 metrar.
 
Þá keppti Jónas Hlynur Hallgrímsson FH í spjótkasti á sama móti og Kári Steinn sl. föstudag og kastaði 63,24 metra og varð í 2.sæti af 14 keppendum.

FRÍ Author